Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 13:15 Æfingin á flugvellinum hófst klukkan 11:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Aðsend Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð. Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.
Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira