Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 14:25 Ásdís segir ekkert hafa verið ákveðið varðandi útvistun á starfsemi Salarins. Vísir Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“ Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira