Sprenging og skotbardagi í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 09:15 Svæðið við innanríkisráðuneytið var girt af í morgun og viðbúnaður er mikill. AP/Ali Unal Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Tyrkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023
Tyrkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira