Þá var maðurinn fluttur á bráðamóttöku.
Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur ástand mannsins ekki fyrir og er málið í rannsókn.
Í gær varð einnig alvarlegt vinnuslys í Laugardal þar sem annar maður var fluttur á bráðamóttöku. Sá var samkvæmt lögreglu í körfulyftu ásamt öðrum manni.
Lyftan féll á hliðina svo báðir menn slösuðust. Annar slasaðist þó meira en hinn og hlaut alvarlega áverka.