„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 11:53 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira