Samkeppni – fyrir lýðræðið Oddný Harðardóttir skrifar 1. október 2023 14:01 Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun