Juventus hóf leikinn af miklum krafti og kom Maelle Garbino heimakonum yfir um miðbik fyrri hálfleiks, staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af honum fékk Sara Björk fyrra gula spjaldið sitt.
Skömmu síðar skoraði Juventus tvívegis á þriggja mínútna kafla skömmu síðar. Lineth Beerensteyn kom heimaliðinu yfir og Cristiana Girelli tvöfaldaði forystuna. Skömmu eftir það fékk Sara Björk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
69' | | Second yellow card for Gunnarsdóttir.#JuveSamp [3-1]
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) October 1, 2023
Það kom ekki að sök þar sem Beerensteyn skoraði annað mark sitt og fjórða mark Juventus á 77. mínútu leiksins. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus hefur unnið báða leiki sína í deildinni á tímabilinu líkt og Roma.
Karlalið Juventus spilaði einnig í kvöld en liðið gerði markalaust jafntefli við Atalanta. Liðið er í 4. sæti með 14 stig að loknum sjö leikjum.