Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan. Hefst fundurinn klukkan 9:30 að íslenskum tíma.
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlaut Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Pääbo starfar við Max Planck-stofnunina í Leipzig í Þýskalandi og hefur sérstaklega rannsakað erfðafræði Neanderdalsmanna.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023
- Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 4. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir
- Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar