Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 15:58 Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu. Kay Nietfeld/Getty Images Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. Þrettán konur hafa sakað hann hið meinta ofbeldi. Þær stigu fram í apríl síðastliðnum. Ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún segist hafa verið áreitt á tökustað af leikaranum. Depardiu er 74 ára gamall og líklega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt sem Steinríkur í kvikmyndunum um ævintýri Ástríks og Steinríks. Hann tjáir sig nú um ásakanirnar í opnu bréfi í franska dagblaðinu Le Figaro. „Vegna þess mannorðsmorðs sem ég hef orðið fyrir af hálfu dómstóls götunnar, þá er það eina sem ég get gert að koma sjálfum mér til varnar,“ skrifar leikarinn. Hann hefur ávallt neitað sök vegna málanna sem ná allt til ársins 2000. Lögregla hóf fyrst rannsókn á meintum brotum leikarans í ágúst árið 2018. Þá sakaði 22 ára gömul leikkona hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rannsókn þess máls er enn í gangi. Franskir fjölmiðlar gerðu ásakanir á hendur leikaranum að umfjöllunarefni fyrr á þessu ári og kom þá í ljós að fjöldi kvenna sem hafi sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikarans væri þrettán. Ein þeirra segist hafa verið aukaleikari í kvikmynd sem Depardiue lék í. Á tökustað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nærbuxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. Önnur kona lýsti því að þegar hún var sautján ára hafi Depardiue káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á tökustað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Þrettán konur hafa sakað hann hið meinta ofbeldi. Þær stigu fram í apríl síðastliðnum. Ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún segist hafa verið áreitt á tökustað af leikaranum. Depardiu er 74 ára gamall og líklega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt sem Steinríkur í kvikmyndunum um ævintýri Ástríks og Steinríks. Hann tjáir sig nú um ásakanirnar í opnu bréfi í franska dagblaðinu Le Figaro. „Vegna þess mannorðsmorðs sem ég hef orðið fyrir af hálfu dómstóls götunnar, þá er það eina sem ég get gert að koma sjálfum mér til varnar,“ skrifar leikarinn. Hann hefur ávallt neitað sök vegna málanna sem ná allt til ársins 2000. Lögregla hóf fyrst rannsókn á meintum brotum leikarans í ágúst árið 2018. Þá sakaði 22 ára gömul leikkona hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rannsókn þess máls er enn í gangi. Franskir fjölmiðlar gerðu ásakanir á hendur leikaranum að umfjöllunarefni fyrr á þessu ári og kom þá í ljós að fjöldi kvenna sem hafi sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikarans væri þrettán. Ein þeirra segist hafa verið aukaleikari í kvikmynd sem Depardiue lék í. Á tökustað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nærbuxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. Önnur kona lýsti því að þegar hún var sautján ára hafi Depardiue káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á tökustað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira