Glímudeild Njarðvíkur lögð niður eftir áralangar deilur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2023 07:01 Mynd sem fylgdi með færslu Glímudeildar Njarðvíkur. Facebook-síða Glímudeildar Njarðvíkur Stjórn Njarðvíkur hefur ákveðið að leggja niður glímudeild félagsins. Áralangar deilur hafa átt sér stað innan félagsins um starfsemi deildarinnar. Svo miklar voru deilurnar að deildin var óstarfhæf. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni. Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni.
Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira