Í bílunum tveimur voru fimm erlendir ferðamenn, en enginn þeirra er sagður vera í lífshættu.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að lögregla sé á vettvangi að rannsaka verksummerki og hafi þurft að loka fyrir umferð um veginn vegna rannsóknarinnar.
„Hjáleið er frá Tjörn, hjá Laxárvirkjun og gegnum Reykjahverfi til Húsavíkur. Reiknað er með að vettvangsvinnu lögreglu verði lokið um kl. 14:00.
Þarna varð mjög harður árekstur tveggja bíla. Í þeim voru alls 5 erlendir ferðamenn. Enginn þeirra er í lífshættu en allir voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri til skoðunar.
Sett verður inn uppfærsla hér þegar vegurinn verður opnaður fyrir almenna umferð á ný,“ segir í tilkynningunni.