Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 16:14 Hringtorg við Ánanaust í Vesturbæ Reykjavíkur. Hlaupastígurinn var hluti af hlaupaleið mannsins úr vinnunni. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira