Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. október 2023 18:37 Kílómetragjald fyrir rafmagns- og vetnisbíla verða sex krónur frá og með áramótum ef frumvarpið nær í gegn. Vísir/Vilhelm/Baldur Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum. Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum.
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira