Sérðu eftir því að hafa kært? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2023 07:31 Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun