Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2023 17:01 Svandís Svavarsdóttir er harðorð í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira