Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 1983 sem Vestfirðingar eiga lið í efstu deild fótboltans og mikill áfangi fyrir starfið hjá Vestra.
Í 520. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær var samþykkt að flýta framkvæmdum við velli Vestra.
Það á að setja gervigras á bæði aðal- og æfingavöll félagsins.
Bæjarstjórn lagði til á nýjasta fundi sínum að það yrði tilfærsla á framkvæmdum ársins 2023. Þetta varðar verkefnin gervigras á Torfnesi en einnig innanhúslýsingu íþróttahússins á Torfnesi, ofanflóðavarnir á Flateyri, framkvæmdir við gamla gæsló og hreystitækjagarð á Ísafirði, og breytingar á endurnýjum vatnslagna í Staðardal og hreinsimannvirkja fráveitu á Flateyri og Suðureyri.
Þetta var samþykkt sem þýðir að báðir gervigrasvellirnir eiga að verða tilbúnir fyrir þátttöku Vestra í Bestu deild karla 2024.
Búast má við að Besta deildin hefjist strax í byrjun apríl á næsta ári og það eru því ekki margir mánuðir til stefnu.
Hér fyrir neðan má hlusta á umræður um gervigrasvellina á fundi bæjarstjórnar.