Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2023 10:48 Gauti varð aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar þáverandi utanríkisráðherra árið 2016. Hann var þá 22 ára. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Háafells í júní 2021. Stjórnarráðið Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells.
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33
Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00