„Kreppuhundur“ gelti ekki á Breta heldur sýndi hagkerfið viðnámsþrótt
 
            Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        