Leik lokið: FH - KR 3-1 | Kjartan Henry skoraði tvö í kveðjuleik Rúnars hjá KR Hjörvar Ólafsson skrifar 7. október 2023 15:48 KR - FH besta deild karla sumar 2023 FH og KR áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. FH fór með 3-1 sigur af hólmi í leiknum sem var sá síðasti hjá Rúnari Kristinssyni við stjórnvölinn hjá KR í bili hið minnsta. Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö marka FH í leiknum og Dani Hatakka eitt. Ægir Jarl Jónasson jafnaði hins vegar metin fyrir KR í upphafi seinni hálfleiks. FH endar í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig en KR hafnar sæti neðar með sín 37 stig. Af hverju vann FH? Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. KR-ingar voru sterkari í upphafi beggja hálfleikja en heimamenn uxu ásmegin eftir því sem leið á báða hálfleiki. Færanýtingin var svo betri hjá FH-ingum en gestunum úr Vesturbænum. Hverjir sköruðu fram úr? Kjartan Henry skoraði tvo og var nálægt því að fullkomna þrennu sína en Davíð Snær Jóhannsson var einnig öflugur í framlínu FH-liðsins. Þá var Björn Daníel Sverrisson öflugur inni í miðsvæðinu og gerði vel í að ná í vítaspyrnu í öðru marki Kjartans Henrys og FH í leiknum. Kristinn Jónsson var flottur í vinstri bakverðinum hjá KR og Jóhannes Kristinn Bjarnason átti góða spretti. Stefán Árni Geirsson átti svo góðu innkomu sem sóknartengiliður en hann lagði upp mark Ægis Jarls Jónassonar. Hvað gekk illa? KR-ingum voru mislagðir fætur fyrir framan mark FH í þessum leik en Benóný Breki Andrésson var hvort í senn klaufi og óheppinn að komast ekki á blað í þessum leik. Aron Þórður Albertsson braut svo klaufalega af sér þegar FH fékk vítaspyrnu. Hvað gerist næst? Liðin fara í frí áður en þau hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Heimir: Getum byggt á spilamennskunni á þessu tímabili „Það er gott að enda þetta tímabil með góðum sigri og fara á jákvæðum nótum inn í fríið. Mér fannst þessi leikur bera þess merki að það væri lítið undir og hann var opinn í báða enda. Við vorum fínir í fyrri hállfeik en komum ekki nógu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Okkur tókst hins vegar að ná vopnum okkar og landa sigri sem er bara hið besta mál," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Ég held að við getum verið þokkalega sáttir við árangurinn á þessari leiktíð. Það hafa ungir leikmenn fengið stór hlutverk og við höfum lært mikið eftir því sem liðið hefur á sumarið. Við getum klárlega byggt á þessu fyrir næsta tímabil þar sem markmiðið er að gera enn betur. Það skorti stöðugleika á köflum og við vitum hvað þarf að bæta fram að næsta sumri,“ sagði Heimir enn fremur. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Diego Rúnar: Hefði viljað vera með lið tilbúið til að vinna titla klárt síðasta vor „Að mínu mati vorum við sterkari aðilinn í þessum leik og við vorum búnir að fá fullt af færum sem við áttum að nýta betur þegar FH kemst yfir. Við komum svo öflugir inn í seinni hálfleikinn og jöfnum metin en fáum þá á okkur klaufalega vítaspurnu. Við náðum ekki að koma til baka eftir það en við áttum meira skilið út úr þessum leik," sagði Rúnar Kristinsson sem stýrði KR í síðasta skipti í bili allavega í dag. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað enda ofar í deildinni og ég hef aldrei endað svona neðarlega sem þjálfari KR áður. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og ég hefði viljað vera með lið sem væri betur tilbúið til þess að vinna titla síðastliðið vor. Við náðum aftur á móti að gefa ungum og efnilegum leikmönnum og uppöldum KR-ingum tækifæri í sumar og þeir bættu sig töluvert með hverju verkefninu sem þeir fengu," sagði Rúnar um tímabilið sem var að ljúka. „Nú fer ég bara í smá frí og fer að vega og meta hvað ég get lært af þessum tíma mínum hjá KR og hvað ég hefði getað gert betur. Svo bara skoða ég það hvort ég held áfram í þjálfun eða ekki. Það kemur bara í ljós á næstu vikum," sagði þessi sigursæli þjálfari aðspurður um hvað tæki við hjá sér. Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumarVísir/Pawel Besta deild karla KR FH Fótbolti Íslenski boltinn
FH og KR áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. FH fór með 3-1 sigur af hólmi í leiknum sem var sá síðasti hjá Rúnari Kristinssyni við stjórnvölinn hjá KR í bili hið minnsta. Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö marka FH í leiknum og Dani Hatakka eitt. Ægir Jarl Jónasson jafnaði hins vegar metin fyrir KR í upphafi seinni hálfleiks. FH endar í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig en KR hafnar sæti neðar með sín 37 stig. Af hverju vann FH? Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. KR-ingar voru sterkari í upphafi beggja hálfleikja en heimamenn uxu ásmegin eftir því sem leið á báða hálfleiki. Færanýtingin var svo betri hjá FH-ingum en gestunum úr Vesturbænum. Hverjir sköruðu fram úr? Kjartan Henry skoraði tvo og var nálægt því að fullkomna þrennu sína en Davíð Snær Jóhannsson var einnig öflugur í framlínu FH-liðsins. Þá var Björn Daníel Sverrisson öflugur inni í miðsvæðinu og gerði vel í að ná í vítaspyrnu í öðru marki Kjartans Henrys og FH í leiknum. Kristinn Jónsson var flottur í vinstri bakverðinum hjá KR og Jóhannes Kristinn Bjarnason átti góða spretti. Stefán Árni Geirsson átti svo góðu innkomu sem sóknartengiliður en hann lagði upp mark Ægis Jarls Jónassonar. Hvað gekk illa? KR-ingum voru mislagðir fætur fyrir framan mark FH í þessum leik en Benóný Breki Andrésson var hvort í senn klaufi og óheppinn að komast ekki á blað í þessum leik. Aron Þórður Albertsson braut svo klaufalega af sér þegar FH fékk vítaspyrnu. Hvað gerist næst? Liðin fara í frí áður en þau hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Heimir: Getum byggt á spilamennskunni á þessu tímabili „Það er gott að enda þetta tímabil með góðum sigri og fara á jákvæðum nótum inn í fríið. Mér fannst þessi leikur bera þess merki að það væri lítið undir og hann var opinn í báða enda. Við vorum fínir í fyrri hállfeik en komum ekki nógu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Okkur tókst hins vegar að ná vopnum okkar og landa sigri sem er bara hið besta mál," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Ég held að við getum verið þokkalega sáttir við árangurinn á þessari leiktíð. Það hafa ungir leikmenn fengið stór hlutverk og við höfum lært mikið eftir því sem liðið hefur á sumarið. Við getum klárlega byggt á þessu fyrir næsta tímabil þar sem markmiðið er að gera enn betur. Það skorti stöðugleika á köflum og við vitum hvað þarf að bæta fram að næsta sumri,“ sagði Heimir enn fremur. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Diego Rúnar: Hefði viljað vera með lið tilbúið til að vinna titla klárt síðasta vor „Að mínu mati vorum við sterkari aðilinn í þessum leik og við vorum búnir að fá fullt af færum sem við áttum að nýta betur þegar FH kemst yfir. Við komum svo öflugir inn í seinni hálfleikinn og jöfnum metin en fáum þá á okkur klaufalega vítaspurnu. Við náðum ekki að koma til baka eftir það en við áttum meira skilið út úr þessum leik," sagði Rúnar Kristinsson sem stýrði KR í síðasta skipti í bili allavega í dag. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað enda ofar í deildinni og ég hef aldrei endað svona neðarlega sem þjálfari KR áður. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og ég hefði viljað vera með lið sem væri betur tilbúið til þess að vinna titla síðastliðið vor. Við náðum aftur á móti að gefa ungum og efnilegum leikmönnum og uppöldum KR-ingum tækifæri í sumar og þeir bættu sig töluvert með hverju verkefninu sem þeir fengu," sagði Rúnar um tímabilið sem var að ljúka. „Nú fer ég bara í smá frí og fer að vega og meta hvað ég get lært af þessum tíma mínum hjá KR og hvað ég hefði getað gert betur. Svo bara skoða ég það hvort ég held áfram í þjálfun eða ekki. Það kemur bara í ljós á næstu vikum," sagði þessi sigursæli þjálfari aðspurður um hvað tæki við hjá sér. Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumarVísir/Pawel
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti