Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 16:10 Hér má sjá hluta fótsporanna sem um ræðir. AP/Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar. Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar.
Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira