Faðir sem ógnaði ítrekað lífi eiginkonu og barna sinna fær mildari dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 16:40 Landsréttur dæmdi manninn í átján mánaða fangelsi, en í héraði hafði hann fengið tveggja ára dóm. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum. Í Héraðsdómi Reykaness hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm, en Landsréttur dæmir hann til að sæta átján mánaða fangelsisvist. Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira