Bukayo Saka hefur verið að glíma við meiðsli síðustu tvær vikurnar og þurfti meðal annars að fara snemma af velli gegn Lens í Meistaradeildinni. Thomas Partey hefur síðan verið fjarri góðu gamni í rúman mánuð en nú segir Arteta að þeir eigi báðir að vera klárin í slaginn á sunnudaginn.
„Saka þurfti að fara af velli á þriðjudaginn og það er auðvitað aldrei gott en við skulum sjá til hvernig hann verður á morgun. Ég er ekki læknir þannig ég veit ekki fyrir víst en hann er líklegur,“ byrjaði Arteta að segja.
„Thomas er á undan áætlun og það er gleðifréttir og hann er einnig líklegur til þess að vera leikfær,“ endaði Arteta á að segja.