Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2023 19:01 Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir bað Guð að blessa Ísland. visir Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur. „Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi. Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi.
Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?