Það voru gestirnir í Arsenal sem náðu forystunni snemma leiks en það var Stina Blackstenius sem skoraði markið á 14. mínútu leiksins. Það tók United þó ekki langan tíma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom tíu mínútum síðar en það skoraði Leah Galton og var staðan 1-1 í hálfleik.
Allt stefndi í að liðin myndi skilja jöfn þar til á 81. mínútu þegar Melvina Malard skoraði og virtist vera að tryggja United sigurinn. Leikmenn Arsenal voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu því að jafna metin í blálokin í uppbótartíma og var það Cloe Lacasse sem skoraði markið. Lokatölur 2-2.
Eftir leikinn er Manchester United í efsta sætinu með fjögur stig á meðan Arsenal er í sjöunda sætinu með eitt stig.