„Við erum í stríði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 09:36 Ófremdarástand ríkir nú í Ísrael, enda segir forsætisráðherran landið eiga í stríði. EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. „Við erum í stríði,“ segir Netanyahu í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. „Þetta er ekki hernaðaraðgerð, eða bardagi, heldur stríð.“ Hann segist hafa gefið fyrirskipanir til aðila sem fara með varnarmál í landinu um að ráðast gegn þeim sem bera ábyrgð á eldflaugaárásum næturinnar. אנחנו במלחמה. pic.twitter.com/XNM3l7fEQH— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 7, 2023 Netanyahu segir að viðbrögð Ísraelsríkis verði hörð. „Óvinurinn mun fá þetta borgað á hátt sem hann hefur aldrei fengið að smakka á nokkru sinni fyrr.“ Þá hvetur hann íbúa Ísraels til að hlýða tilskipunum hersins og stjórnvalda. „Við erum í stríði og við munum bera sigur úr býtum,“ segir hann í lok yfirlýsingar sinnar. Snemma í morgun rigndi eldflaugum yfir Ísrael, sem einn leiðtogi samtakanna segir að hafi verið fimm þúsund talsins. Í kjölfarið er talið að Hamas-liðar á landi hafi farið í frekari hernaðaraðgerðir í suðurhluta Ísrael. Í ísraelskum miðlum er greint frá því að byssubardagar séu nú í gangi víðs vegar um landið. Þá segir BBC að tala látina sé komin upp í 22. Fréttin hefur verið uppfærð. Leiðtogi innan Hamas-samtakanna segir að fimm þúsund eldflaugar hafi verið sendar í morgun.EPA Samkvæmt EPA-myndabankanum sjást Palestíumenn fagna árásinni á Ísraelskum herjeppa.EPA Í Tel Aviv sjást áhrif eldflaugaárásanna á götum úti.EPA Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
„Við erum í stríði,“ segir Netanyahu í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. „Þetta er ekki hernaðaraðgerð, eða bardagi, heldur stríð.“ Hann segist hafa gefið fyrirskipanir til aðila sem fara með varnarmál í landinu um að ráðast gegn þeim sem bera ábyrgð á eldflaugaárásum næturinnar. אנחנו במלחמה. pic.twitter.com/XNM3l7fEQH— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 7, 2023 Netanyahu segir að viðbrögð Ísraelsríkis verði hörð. „Óvinurinn mun fá þetta borgað á hátt sem hann hefur aldrei fengið að smakka á nokkru sinni fyrr.“ Þá hvetur hann íbúa Ísraels til að hlýða tilskipunum hersins og stjórnvalda. „Við erum í stríði og við munum bera sigur úr býtum,“ segir hann í lok yfirlýsingar sinnar. Snemma í morgun rigndi eldflaugum yfir Ísrael, sem einn leiðtogi samtakanna segir að hafi verið fimm þúsund talsins. Í kjölfarið er talið að Hamas-liðar á landi hafi farið í frekari hernaðaraðgerðir í suðurhluta Ísrael. Í ísraelskum miðlum er greint frá því að byssubardagar séu nú í gangi víðs vegar um landið. Þá segir BBC að tala látina sé komin upp í 22. Fréttin hefur verið uppfærð. Leiðtogi innan Hamas-samtakanna segir að fimm þúsund eldflaugar hafi verið sendar í morgun.EPA Samkvæmt EPA-myndabankanum sjást Palestíumenn fagna árásinni á Ísraelskum herjeppa.EPA Í Tel Aviv sjást áhrif eldflaugaárásanna á götum úti.EPA
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira