Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi minni en annars staðar í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2023 11:22 Um fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana í samanburði við sjö til þrettán prósent á öðrum svæðum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Eldra fólk á Íslandi finnur fyrir minni einmanaleika en annars staðar í Evrópu samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun félagsvísindastofnunar. Þá benda niðurstöður til þess að innflytjendur yfir 67 ára aldri finni fyrir meiri einmanaleika en innfæddir eldri borgarar. Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent. Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent.
Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira