Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2023 22:41 Loftmynd af Herat-héraði í Afganistan sem fór illa út úr náttúruhamförunum. AP/Rodrigo Abd Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14