Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að 120 Íslendingar séu nú strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu. Eins og komið hefur fram hefur ástandið sett samgöngur úr skorðum.
Þá segir að flogið verði frá Tel Aviv klukkan 9:10 í fyrramálið að staðartíma. Gert er ráð fyrir að farþegar lendi á Íslandi um miðjan dag á morgun. Áætlunin er gerð með þeim fyrirvara að verði breytingar á stöðunni í Ísrael, mun framkvæmdin taka mið af því.
Loks kemur fram að Ísland mun bjóða Norðurlanda- og Eystrasaltsbúum sem staddir eru í landinu laus sæti í flugvélinni sem ekki nýtast Íslendingum.