„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 20:33 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Ísrael í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum. Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum.
Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57