Íran hafi komið að skipulagningu árásanna yfir nokkurra vikna skeið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 23:58 Yfirmaður ICGC sveitar Írans, Esmail Qaani, ræðir málin á minningarathöfn herdeildarinnar árið 2022. Háttsettir yfirmenn hersins eru sagðir hafa hjálpað Hamas-samtökunum við skipulagningu árásarinnar á Ísrael. Getty Yfirmenn íranska hersins hjálpuðu til við að skipuleggja óvænta árásarhrinu Hamassveita á Ísrael yfir nokkurra vikna skeið, og gáfu grænt ljós á árásina síðasta mánudag. Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad. Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad.
Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33