Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:46 Unnið að rýmingu í Ashkelon í suðurhluta Ísrael. AP/Tsafrir Abayov Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti. Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila