Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Hólmfríður Gísladóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. október 2023 22:00 Lík fjarlægt úr rústum húss á Gasaströndinni í dag. AP/Ramez Mahmoud Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira