„Algjör kúvending“ bara á þessu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2023 21:25 Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Vísir/Einar Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu. Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um íbúðaþörf á landinu er teiknuð upp nokkuð dökk sviðsmynd; hröð íbúafjölgun kalli á byggingu allt að 5000 íbúða árlega næstu árin. Á sama tíma hefur verulega dregið úr framkvæmdum. Á tímabilinu mars til september í fyrra hófust framkvæmdir við 2.575 íbúðir á landsvísu. Á sama tímabili í ár hófst uppbygging 768 íbúða. Ríflega 70 prósent samdráttur. Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, sem er með um sjö hundruð íbúðir í byggingu um þessar mundir, segir hækkandi vexti og aukinn byggingakostnað sliga verktaka. „Allt þýðir þetta að framleiðslukostnaður á lítilli íbúð hefur hækkað alveg gríðarlega,“ segir Gylfi. Þannig að staðan hefur snarversnað á síðustu misserum? „Já, bara á þessu ári. Það er algjör kúvending.“ Auðvitað ekki að fara að gerast Bygging fimm þúsund íbúða á ári næstu árin verði að teljast óraunhæf. „Ég held við höfum einu sinni náð að byggja þrjú þúsund íbúðir á síðustu tíu árum. Við eigum ekki lóðir, við eigum ekki skipulag, þetta er auðvitað ekki að fara að gerast,“ segir Gylfi. Þá geta verktakar ekki endilega treyst á að íbúðirnar seljist, þar sem skammtímaeftirspurn hefur dregist saman samhliða vaxtahækkunum. Sala á nýjum íbúðum virðist því hafa dregist saman. Í september í fyrra voru nýjar, fullbúnar og óseldar íbúðir 131. Talan var komin upp í 238 í mars á þessu ári og nú stendur hún í 777. Þetta er sexföldun milli ára, samkvæmt greiningu HMS. Gylfi telur að verkefni næstu eins til tveggja ára verði kláruð. „Svo spái ég því að komi gat.“ Hálfgert stopp? „Kannski ekki hálfgert stopp en við erum allavega alls ekki að fara að vinna upp í þá þörf sem við erum að spá að sé fyrir hendi.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. 9. október 2023 06:20