Stefano Pioli þjálfari var búinn að nota allar skiptingarnar og Giroud fór því í markið.
AC Milan vann Albert Guðmundsson og félaga í Genoa og mega þeir þakka frammistöðu Frakkans í markinu.
Nú hefur ítalska deildinn gefið út úrvalslið umferðarinnar og þar má finna Oliver Giroud í markinu. Eitthvað sem hann hefur líklega ekki gert ráð fyrir þegar atvinnumannaferilinn hófst. AC Milan situr í efsta sætinu í Seríu A deildinni á Ítalíu.
The #SerieA @Fantacalcio best XI 👀
— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 9, 2023
That keeper though 🧤 pic.twitter.com/vtcsAsfNER