Bjarni sá ellefti til að segja af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 13:13 Guðmundur Árni Stefánsson, Björgvin G. Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa öll sagt af sér ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira