Körfubolti

Madrídingar snéru taflinu við gegn Dallas Mavericks

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luka Doncic var mættur á sinn gamla heimavöll.
Luka Doncic var mættur á sinn gamla heimavöll. Borja B. Hojas/Getty Images

Evrópska stórliðið Real Madrid vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti NBA-liði Dallas Mavericks í æfingaleik í kvöld, 127-123.

Margir biðu með eftirvæntingu eftir endurkomu Luka Doncic til Madrídar, en Slóveninn steig sín fyrstu skref á stóra sviðinu með Real Madrid. Hann kom þó lítið við sögu í leik kvöldsins og komst ekki á blað.

Þess í stað var það Tim Hardaway sem dró vagninn í Dallas Mavericks sem var þó einu stigi undir að loknum fyrsta leikhluta. Gestirnir náðu þó forskotinu í öðrum leikhltua og leiddu með sex stigum í hálfleik, staðan 65-71.

Áfram ríkti jafnræði með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir virtust þó skrefinu framar. Dallas-liðið leiddi með níu stigum að loknum þriðja leikhluta, en Madrídingar snéru taflinu við í lokaleikhlutanum og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 127-123.

Tim Hardaway var stigahæsti maður vallarins með 21 stig fyrir gestina, en í liði heimamanna var Sergio Llull atkvæðamestur með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×