Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2023 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA verður fyrir barðinu á strikamerkjasvindli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna. Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna.
Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira