Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa 13. október 2023 08:00 Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Víðir Reynisson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun