Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 10:28 Myndin er úr safni. Bílastæðakjallara Hörpu nánar tiltekið. Vísir/Vilhelm Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt. Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt.
Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent