
Heiðar Logi hefur endurnýjað íbúðina að miklu leyti þar sem smartheitin eru í forgrunni. Ásett verð fyrir eignina er 74,9 milljónir.
Eldhús, stofa og borðstofa er í björtu og rúmgóðu rými með aukinni lofthæð að hluta. Á gólfum er Chevron eikarparket í dökkum lit sem setur fallegan svip á heildarmynd rýmisins.
Í eldhúsi er dökkgrá innrétting með eyju, sérsmíðuðum hillum úr reyktri eik og innfelldri lýsingu við sökkul.
Á efri hæðinni er rúmgott svefnherbergi. Þaðan er útgengt á svalir með heitum potti og útsýni yfir miðbæinn.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.









