Óttast að spítalinn breytist í líkhús Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 12:28 Mynd frá því í gær á spítalanum á Gasaströndinni. AP/Ali Mahmoud Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira