Cristiano Ronaldo tók skrefið fyrstur og síðan hafa mörg þekkt nöfn bæst í hópinn. Öll bestu liðin í landinu hafa fengið til sín þekkt nöfn.
Neymar, Karim Benzema, Roberto Firmino, Sadio Mane og Aymeric Laporte eru meðal þeirra leikmanna sem fengu frábær tilboð og ákváðu að taka stökkið.
Það lítur þó ekki út fyrir að lífið á Arabíuskaganum sé einhver dans á rósum fyrir þessa leikmenn. Mikill munur er á menningu og allt aðrar kringumstæður en þeir eru vanir í Evrópu.
Nú eru farnar að heyrast sögur af óánægju leikmanna og margir þeirra eru sagðir sjá eftir öllu saman þar sem að þeir hati hverja sekúndu í Sádí Arabíu.
Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um þessar fréttir frá Arabíuskaganum og vitnar þar meðal annars í umfjöllun The Sun í Englandi.
Það fylgir líka sögunni að þeir geta ekki losað sig undan samningnum og eru því pikkfastir þarna þar til að samningurinn rennur út.