Opið bréf til ríkisstjórnarinnar vegna árása Ísraels á Gaza Linda Ósk Árnadóttir og Yousef Ingi Tamimi skrifa 13. október 2023 14:30 Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun