„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 16:41 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í rútunni á leið til fundar stjórnarflokkanna á Þingvöllum. Ekkert hefur spurst hver lendingin verður en að sögn Jóhanns Páls ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira