„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 16:41 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í rútunni á leið til fundar stjórnarflokkanna á Þingvöllum. Ekkert hefur spurst hver lendingin verður en að sögn Jóhanns Páls ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira