Palestínumenn flýja í massavís áður en innrás Ísraela hefst Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 00:11 Palestínumenn flúðu í massavís úr norðurhluta Gasastrandar til suðurhlutans eftir að ísraelski herinn gaf frá sér fordæmalausa rýmingarskipan fyrir yfirvofandi innrás hans inn í Gasasvæðið. AP/Hatem Moussa Palestínumenn hafa flúið í massavís frá norðurhluta Gasastrandar í dag eftir að Ísrael sagði rúmlega milljón íbúum svæðisins að rýma það áður en innrás ísraelska hersins hefst í fyrramálið. Loftárásum hefur rignt yfir Gasaströndina í dag á meðan íbúar flúðu í trukkum, bílum og vögnum eftir aðalveginum út úr Gasaborg. Sjötíu voru drepnir þegar loftárásir Ísraela hæfðu þrjár bílalestir fullar af Palestínumönnum. NEW: 70 killed after Israeli strikes hit three convoys of evacuees trying to leave northern Gaza. pic.twitter.com/HOVXZxfIAJ— MSNBC (@MSNBC) October 13, 2023 Hamas hefur sagt Palestínumönnum að hunsa rýmingarskipan Ísraela og halda kyrru fyrir. Almennir borgarar sem flýja eru auðvitað ekki tryggðir með öruggt skjól, hvorki á leiðinni né á suðurhluta Gasastrandarinnar. Útlitið er því ansi svart fyrir Palestínumenn. Fordæma kröfu Ísraela um rýmingu Fjöldi stofnana og alþjóðasamtaka hafa fordæmt fyrirmæli Ísraela til Palestínumanna um að rýma svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu Ísraela til að hætta við skipanir sínar og vöruðu við því að slíkur fjöldaflótti geti haft hörmulegar afleiðingar. The order to evacuate 1.1 million people from northern Gaza defies the rules of war and basic humanity. pic.twitter.com/8WlNTKtfaF— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 13, 2023 Alþjóðaráð Rauða krossins sendi frá sér neyðarkall vegna fyrirmæla Ísraels sem ráðið segir ekki samræmast alþjóðlegum mannúðarlögum. Sólarhringur væri ekki nægur tími til að rýma alla íbúa svæðisins, þar á meðal fólk með fötlun, aldraða, sjúklinga og veika og særða einstaklinga á sjúkrahúsum. Íbúar hefðu sömuleiðis engan öruggan stað til að fara á vegna þess að allt svæðið er umsetið. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni hafa jafnframt neitað að yfirgefa sjúklinga sína og þar með svæðið. Læknar án landamæra fordæmdu rýmingarkröfu Ísraela og sögðu að fresturinn sem starfsfólki Al Awda-spítalans var gefinn hafi verið alltof stuttur. Eftir yfirlýsingar stofnunarinnar fengu starfsmenn hennar frekari frest þar til í fyrramálið. „Gleymdu mat, gleymdu rafmagni, gleymdu eldsneyti. Einu áhyggjurnar núnar eru hvort þú hefur það af, hvort þú lifir,“ sagði Nebal Farsakh, talskona Palestínska rauða hálfmánans á Gasaströndinni. Frá því átökin hófust fyrir um viku síðan hafa um það bil 1.900 Palestínumenn verið drepnir á svæðinu, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandar. Ísraelska ríkisstjórnin segir að Hamas-liðar hafi drepið meira en 1.300 Ísraela í árásinni á laugardag og að ísraelski herinn hafi drepið um 1.500 Hamas-liða. Innrásin „aðeins upphafið“ og ætlar að útrýma Hamas Auk þess að hafa skrúfað fyrir rafmagn, vatn og lokað á matarsendingar til Gasastrandar hafa Ísraelar jafnað heilu hverfin við jörðu í loftárásum undanfarna viku. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að útrýma Hamas.AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lofaði að útrýma Hamas í sjónvarpsræðu á föstudag. Þá sagði hann að yfirvofandi innrás ísraelska hersins væri „aðeins upphafið“ og að Ísrael myndi ráðast á óvini sína með „fordæmalausum krafti“. Netanjahú sagðist einnig hafa talað við Joe Biden og aðra þjóðarleiðtoga og hann hefði aflað gríðarlegs alþjóðlegs stuðnings fyrir Ísrael. Ísraelski herinn greindi frá því að hann hefði gert smærri árásir inn í Gasaströndina til að berjast við vígamenn Hamas og leita að þeim 150 sem var rænt í skyndiárás Hamas í síðustu viku. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að varnarsveitir Ísraela muni taka Hamas „út úr Gasa og af jörðu brott“ með innrás sem muni valda „varanlegri breytingu“ á palestínska svæðinu. Ísraelskir skriðdrekar á leið til Gasastrandar.AP/Ariel Schalit Utanríkisráðherra Íslands tjáir sig um ástandið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter/X fyrr í kvöld um ástandið á Gasasvæðinu. Hún sagðist þar hafa þungar áhyggjur vegna þess harmleiks sem er að eiga sér stað í Ísrael og Gaza og vegna hættunar á frekar stigmögnun. Þá sagði hún að Ísland hefði fordæmt barbarískar gjörðir Hamas og að það væri aldrei hægt að réttlæta hryðjuverk. We are deeply concerned as we watch the great tragedy unfolding in Israel and Gaza, and the risk for further escalation. Iceland has condemned in the strongest terms the barbaric acts committed by Hamas. Terrorism can never be justified. Israel has a clear right to defend — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 13, 2023 „Ísrael hefur skýran rétt á því að vernda sig innan marka alþjóðalaga,“ sagði hún í færslunni. Hún sagði að vernda þyrfti almenna borgara og innviði bæði í Ísrael og á Gasaströndinni í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðalög færðu ríkjum bæði réttindi og skuldbindingar og hvort tveggja væri heilagt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Loftárásum hefur rignt yfir Gasaströndina í dag á meðan íbúar flúðu í trukkum, bílum og vögnum eftir aðalveginum út úr Gasaborg. Sjötíu voru drepnir þegar loftárásir Ísraela hæfðu þrjár bílalestir fullar af Palestínumönnum. NEW: 70 killed after Israeli strikes hit three convoys of evacuees trying to leave northern Gaza. pic.twitter.com/HOVXZxfIAJ— MSNBC (@MSNBC) October 13, 2023 Hamas hefur sagt Palestínumönnum að hunsa rýmingarskipan Ísraela og halda kyrru fyrir. Almennir borgarar sem flýja eru auðvitað ekki tryggðir með öruggt skjól, hvorki á leiðinni né á suðurhluta Gasastrandarinnar. Útlitið er því ansi svart fyrir Palestínumenn. Fordæma kröfu Ísraela um rýmingu Fjöldi stofnana og alþjóðasamtaka hafa fordæmt fyrirmæli Ísraela til Palestínumanna um að rýma svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu Ísraela til að hætta við skipanir sínar og vöruðu við því að slíkur fjöldaflótti geti haft hörmulegar afleiðingar. The order to evacuate 1.1 million people from northern Gaza defies the rules of war and basic humanity. pic.twitter.com/8WlNTKtfaF— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 13, 2023 Alþjóðaráð Rauða krossins sendi frá sér neyðarkall vegna fyrirmæla Ísraels sem ráðið segir ekki samræmast alþjóðlegum mannúðarlögum. Sólarhringur væri ekki nægur tími til að rýma alla íbúa svæðisins, þar á meðal fólk með fötlun, aldraða, sjúklinga og veika og særða einstaklinga á sjúkrahúsum. Íbúar hefðu sömuleiðis engan öruggan stað til að fara á vegna þess að allt svæðið er umsetið. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni hafa jafnframt neitað að yfirgefa sjúklinga sína og þar með svæðið. Læknar án landamæra fordæmdu rýmingarkröfu Ísraela og sögðu að fresturinn sem starfsfólki Al Awda-spítalans var gefinn hafi verið alltof stuttur. Eftir yfirlýsingar stofnunarinnar fengu starfsmenn hennar frekari frest þar til í fyrramálið. „Gleymdu mat, gleymdu rafmagni, gleymdu eldsneyti. Einu áhyggjurnar núnar eru hvort þú hefur það af, hvort þú lifir,“ sagði Nebal Farsakh, talskona Palestínska rauða hálfmánans á Gasaströndinni. Frá því átökin hófust fyrir um viku síðan hafa um það bil 1.900 Palestínumenn verið drepnir á svæðinu, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandar. Ísraelska ríkisstjórnin segir að Hamas-liðar hafi drepið meira en 1.300 Ísraela í árásinni á laugardag og að ísraelski herinn hafi drepið um 1.500 Hamas-liða. Innrásin „aðeins upphafið“ og ætlar að útrýma Hamas Auk þess að hafa skrúfað fyrir rafmagn, vatn og lokað á matarsendingar til Gasastrandar hafa Ísraelar jafnað heilu hverfin við jörðu í loftárásum undanfarna viku. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að útrýma Hamas.AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lofaði að útrýma Hamas í sjónvarpsræðu á föstudag. Þá sagði hann að yfirvofandi innrás ísraelska hersins væri „aðeins upphafið“ og að Ísrael myndi ráðast á óvini sína með „fordæmalausum krafti“. Netanjahú sagðist einnig hafa talað við Joe Biden og aðra þjóðarleiðtoga og hann hefði aflað gríðarlegs alþjóðlegs stuðnings fyrir Ísrael. Ísraelski herinn greindi frá því að hann hefði gert smærri árásir inn í Gasaströndina til að berjast við vígamenn Hamas og leita að þeim 150 sem var rænt í skyndiárás Hamas í síðustu viku. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að varnarsveitir Ísraela muni taka Hamas „út úr Gasa og af jörðu brott“ með innrás sem muni valda „varanlegri breytingu“ á palestínska svæðinu. Ísraelskir skriðdrekar á leið til Gasastrandar.AP/Ariel Schalit Utanríkisráðherra Íslands tjáir sig um ástandið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter/X fyrr í kvöld um ástandið á Gasasvæðinu. Hún sagðist þar hafa þungar áhyggjur vegna þess harmleiks sem er að eiga sér stað í Ísrael og Gaza og vegna hættunar á frekar stigmögnun. Þá sagði hún að Ísland hefði fordæmt barbarískar gjörðir Hamas og að það væri aldrei hægt að réttlæta hryðjuverk. We are deeply concerned as we watch the great tragedy unfolding in Israel and Gaza, and the risk for further escalation. Iceland has condemned in the strongest terms the barbaric acts committed by Hamas. Terrorism can never be justified. Israel has a clear right to defend — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 13, 2023 „Ísrael hefur skýran rétt á því að vernda sig innan marka alþjóðalaga,“ sagði hún í færslunni. Hún sagði að vernda þyrfti almenna borgara og innviði bæði í Ísrael og á Gasaströndinni í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðalög færðu ríkjum bæði réttindi og skuldbindingar og hvort tveggja væri heilagt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira