Tillögu um að tryggja rétt frumbyggja í stjórnarskrá hafnað í Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 10:36 Auglýsing frá já-fólki sem krotað var yfir. Vísir/EPA Tillögu um nýja þingnefnd sem átti að ráðleggja þingi um málefni frumbyggja var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Ástralíu í gær. Leiðtogar frumbyggja kalla eftir vikulangri þögn og íhugun. Frumbyggjar hafa búið í Ástralíu í 60 þúsund ár. Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni. Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni.
Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01