„Hann var miklu betri en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 17:29 DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á fimmtudag. Vísir / Anton Brink DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira