Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2023 10:09 Daniel Noboa nýkjörinn forseti Ekvador og sonur ríkasta manns landsins. Getty/Franklin Jacome Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks. Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli. Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli.
Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05