Virkjum allt unga fólkið Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 16. október 2023 11:01 Mikill meirihluti ungs fólks er í skóla og vinnur hluta úr ári, auk þess að sinna fjölbreyttu tómstundastarfi. Á hverjum tíma er þó ákveðin hópur sem einhverra hluta vegna hefur lítil tækifæri til virkni. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður líkt og áföll, langtíma eða skammtímaveikindi, taugaraskanir, flutningur milli samfélaga eða hreinlega eitthvað allt annað. Það sem skiptir máli fyrir hvert samfélag er að sinna þessum hópi og það á forsendum hvers og eins. Þá þarf að virða að ástæður þess að fólk er ekki virkt eru mismunandi. Allir þessir einstaklingar hafa sína einstöku sögu og þurfa að fá sín tækifæri til þess að ná að vera virkir í samfélaginu. Þessi hópur hefur ekki verið stór hér á landi í samanburði við önnur lönd en við verðum samt stöðugt að vera á vaktinni við að sinna honum. Það sem hentar einum hentar ekki öllum Mörgum framhaldsskólum hefur tekist vel við að grípa fólk sem á erfitt með að fóta sig í skóla en sú leið hentar ekki endilega öllum. Það er því mikið fagnaðarefni að á dögunum var undirritaður samningur sem tryggir þjónustu fyrir 80 einstaklinga sem falla undir þann hóp sem oft er skilgreindur sem NEET hópurinn (fólk sem ekki er í vinnu, virkni eða námi og þurfa sérhæfða einstaklingsmiðaða þjónustu til að efla virkni og starfsgetu). Um er að ræða þríhliða samning um samvinnu milli Sjúkratrygginga Íslands, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Janusar endurhæfingar ehf. um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjónustu við ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára með flókinn og fjölþættan vanda. Samningurinn er liður í tveggja ára tilraunaverkefni heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra varðandi aukna samþættingu endurhæfingarþjónustu milli ráðuneyta og endurhæfingarúrræða. Gert er ráð fyrir að árlegt fjármagn til þjónustunnar nemi um 330 milljónum króna. Janus endurhæfing mun veita þjónustuna sem stendur til boða alla virka daga. Þjónustan er sérstaklega ætluð þeim ungmennum sem eru með þráláta, kvíða- og/eða þráhyggju- og árátturöskun, fælni, þunglyndi, persónuleika- og/eða tilfinningavanda eða ungmennum með röskun á einhverfurófi sem jafnframt eru með hamlandi geðræn vandamál. Þá er í endurhæfingunni lögð sérstök áhersla á náið samstarf og samráð við heilbrigðiskerfið og VIRK sem gefur möguleika á góðri, faglegri, heildrænni nálgun og samfellu í þjónustunni. Árangur verkefnisins verður metinn á sex mánaða fresti á samningstímanum með það að markmiði að halda áfram að bæta þjónustu við þennan mikilvæga hóp ungmenna. Markmið samningsins er skýrt, það er að hjálpa ungu fólki sem hefur átt erfitt með að fóta sig í lífinu til að ná upp virkni og getu. Takist það, aukast lífsgæði þess og opnar fyrir því möguleika til að njóta sín betur í framtíðinni. Samvinnan sem hér á sér stað er mikilvægt skref í samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og það er óhætt að segja að við munum öll uppskera ef vel tekst til. Allir eiga rétt á tækifæri Verkefnið er í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027 um að efla gagnreynd starfsendurhæfingarúrræði. Endurhæfingarráð hefur leitt undirbúninginn og þátttakendur í því eru m.a. geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, meðferðareining lyndisraskana á Landspítala og VIRK. Vinnan hefur m.a. falist í að meta þörf einstaklinga fyrir þessa þjónustu ásamt því að sérsníða þjónustuna að þörfum þeirra. Þá er verkefnið mikilvægt í tengslum í breytingum á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu sem m.a. gengur út á að styðja ungt fólk til atvinnu með sérhæfðum stuðningi. Fyrir utan að auka, færni og sjálfstraust er hér lagt upp með að bæta líðan og lífsgæði. Verkefnið getur komið í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og skapað sjálfbærara samfélag. Við í Framsókn viljum, að öll eigi raunveruleg tækifæri til að vera virk í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti ungs fólks er í skóla og vinnur hluta úr ári, auk þess að sinna fjölbreyttu tómstundastarfi. Á hverjum tíma er þó ákveðin hópur sem einhverra hluta vegna hefur lítil tækifæri til virkni. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður líkt og áföll, langtíma eða skammtímaveikindi, taugaraskanir, flutningur milli samfélaga eða hreinlega eitthvað allt annað. Það sem skiptir máli fyrir hvert samfélag er að sinna þessum hópi og það á forsendum hvers og eins. Þá þarf að virða að ástæður þess að fólk er ekki virkt eru mismunandi. Allir þessir einstaklingar hafa sína einstöku sögu og þurfa að fá sín tækifæri til þess að ná að vera virkir í samfélaginu. Þessi hópur hefur ekki verið stór hér á landi í samanburði við önnur lönd en við verðum samt stöðugt að vera á vaktinni við að sinna honum. Það sem hentar einum hentar ekki öllum Mörgum framhaldsskólum hefur tekist vel við að grípa fólk sem á erfitt með að fóta sig í skóla en sú leið hentar ekki endilega öllum. Það er því mikið fagnaðarefni að á dögunum var undirritaður samningur sem tryggir þjónustu fyrir 80 einstaklinga sem falla undir þann hóp sem oft er skilgreindur sem NEET hópurinn (fólk sem ekki er í vinnu, virkni eða námi og þurfa sérhæfða einstaklingsmiðaða þjónustu til að efla virkni og starfsgetu). Um er að ræða þríhliða samning um samvinnu milli Sjúkratrygginga Íslands, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Janusar endurhæfingar ehf. um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjónustu við ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára með flókinn og fjölþættan vanda. Samningurinn er liður í tveggja ára tilraunaverkefni heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra varðandi aukna samþættingu endurhæfingarþjónustu milli ráðuneyta og endurhæfingarúrræða. Gert er ráð fyrir að árlegt fjármagn til þjónustunnar nemi um 330 milljónum króna. Janus endurhæfing mun veita þjónustuna sem stendur til boða alla virka daga. Þjónustan er sérstaklega ætluð þeim ungmennum sem eru með þráláta, kvíða- og/eða þráhyggju- og árátturöskun, fælni, þunglyndi, persónuleika- og/eða tilfinningavanda eða ungmennum með röskun á einhverfurófi sem jafnframt eru með hamlandi geðræn vandamál. Þá er í endurhæfingunni lögð sérstök áhersla á náið samstarf og samráð við heilbrigðiskerfið og VIRK sem gefur möguleika á góðri, faglegri, heildrænni nálgun og samfellu í þjónustunni. Árangur verkefnisins verður metinn á sex mánaða fresti á samningstímanum með það að markmiði að halda áfram að bæta þjónustu við þennan mikilvæga hóp ungmenna. Markmið samningsins er skýrt, það er að hjálpa ungu fólki sem hefur átt erfitt með að fóta sig í lífinu til að ná upp virkni og getu. Takist það, aukast lífsgæði þess og opnar fyrir því möguleika til að njóta sín betur í framtíðinni. Samvinnan sem hér á sér stað er mikilvægt skref í samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og það er óhætt að segja að við munum öll uppskera ef vel tekst til. Allir eiga rétt á tækifæri Verkefnið er í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027 um að efla gagnreynd starfsendurhæfingarúrræði. Endurhæfingarráð hefur leitt undirbúninginn og þátttakendur í því eru m.a. geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, meðferðareining lyndisraskana á Landspítala og VIRK. Vinnan hefur m.a. falist í að meta þörf einstaklinga fyrir þessa þjónustu ásamt því að sérsníða þjónustuna að þörfum þeirra. Þá er verkefnið mikilvægt í tengslum í breytingum á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu sem m.a. gengur út á að styðja ungt fólk til atvinnu með sérhæfðum stuðningi. Fyrir utan að auka, færni og sjálfstraust er hér lagt upp með að bæta líðan og lífsgæði. Verkefnið getur komið í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og skapað sjálfbærara samfélag. Við í Framsókn viljum, að öll eigi raunveruleg tækifæri til að vera virk í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun