Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 13:39 Þórdís Kolbrún afhendir Bjarna aðgangskort að utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira